fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Viðbúnaðarstig lögreglu hækkað í kjölfar þess að Sindri Snær og Ísidór voru látnir lausir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 13:20

Handtaka í hryðjuverkamálinu. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbúnaðarstig lögreglu hefur verið hækkað í kjölfar úrskurðar Landsréttar þann 13. desember síðastliðinn þar sem gæslusvarðhaldsúrskurður héraðsdóms yfir þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni var felldur úr gildi.

Tvímenningarnir hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot og sátu þeir í gæsluvarðhaldi frá því  í september og fram til 13. desember. Þeir eru jafnframt ákærðir fyrir vopnalagabrot. Grundvöllur lausnar þeirra úr gæsluvarðhaldi er geðmat sem segir að þeir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.

Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fréttatilkynningu um málið til fjölmiðla og birtist hún jafnframt á vefsíðu embættisins. Í tilkynningunni segir:

„Í kjölfar úrskurðar Landsréttar frá 13.12.2022 um afléttingu gæsluvarðhalds yfir ákærðu vegna ætlaðs skipulags á hryðjuverkum var tekin ákvörðun um að breyta viðbúnaðarstigi lögreglu. Um tímabundna ákvörðun er að ræða og verður viðbúnaðarstig metið reglulega.

Viðbúnaðarstig A er hefðbundinn viðbúnaður skv. verklagsreglum ríkislögreglustjóra frá 2015 um viðbúnaðarstig lögreglu. Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig lögreglu upp í viðbúnaðarstig B sem felur í sér aukinn viðbúnað vegna öryggisógnar. Viðbúnaðarstigin eru fimm, frá A til E.“

Viðbúnaðarstig B felur í sér að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Viðbragðsáætlanir og skipulag eru yfirfarin og uppfærð ef þess þarf. Samráð er haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið er yfir fyrirfram skipulögð viðbrögð.  Lögreglan eykur eftirlit með stöðum og svæðum sem talin er ástæða til að gæta að sérstaklega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt