fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Pétri sagt að „rotna í helvíti“ fyrir að birta færslur á Facebook – „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 16:07

Pétur Örn - Mynd: Stefán/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvert erum við eiginlega komin sem samfélag?“ spyr tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Það vakti mikla athygli í febrúar á þessu ári þegar Söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og sagði frá sambandi sínu við Pétur en hún var aðeins 16 ára á þeim tíma á meðan hann var 38 ára.

Pétur var ekki nefndur á nafn í viðtalinu en af því sem þar kom fram var nokkuð ljóst að um hann var að ræða. Fljótlega eftir að viðtalið birtist greindu svo hljómsveitirnar Buff og Dúndurfréttir, sem Pétur Örn var meðlimur í, að þær væru búnar að slíta samstarfi sínu við hann.

Sjá einnig: Buff og Dúndurfréttir slíta samstarfi við Pétur Örn í kjölfar viðtals við Elísabetu

Það er óhætt að segja að lítið hefur farið fyrir Pétri síðan. Hann sagði alveg skilið við samfélagsmiðla en hóf nýverið að birta aftur fáeinar færslur á Facebook, hann þakkaði til að mynda fyrir afmæliskveðjur frá vinum sínum.

Fljótlega eftir að Pétur fór að byrja að birta færslur á alnetinu fékk hann skilaboð sem óhætt er að segja að eru ansi óvægin. Í þeim er honum sagt að „rotna í helvíti og að hann eigi ekki afturkvæmt í samfélagið.

Pétur birti skjáskot af skilaboðunum á Facebook en það sem stendur í skilaboðunum má lesa hér fyrir neðan:

„Djöfull geturðu verið siðblindur ógeðslegt þú skalt ekki voga þér að reyna koma þér aftur í samfélagið þú skalt rotna í kjallaraholunni þinni einn og yfirgefinn ég vorkenni kettinum þínum að þú skulir vera eigandi hans það er greinilegt að þú getir ekki fengið þér hjálp og það sést þannig rotnaðu í helvíti.“

Pétur segir að þetta hafi verið skilaboðin sem hann fær fyrir að reyna að stíga aftur inn í samfélagið. Að lokum spyr hann hvort það sé svona sem líf þeirra útskúfuðu eigi virkilega að vera.

„Eftir mjög erfiða tíma hef ég hætt mér hægt og bítandi út úr skelinni minni á samfélagsmiðlum og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Í gær

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni