fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Miður sín yfir fordómafullri framkomu strætóbílstjóra – Mátti ekki borga fargjaldið fyrir föður og sjö ára son hans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2022 21:03

Joanna Dominiczak segist því miður hafa áður upplifað fordómafulla framkomu strætóbílstjóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður hef ég áður orðið vitni að fordómafullri hegðun á leið 55 en aldrei neitt í líkingu við þetta,“ segir Joanna Dominiczak í samtali við DV. Joanna skrifaði sláandi færslu á Facebook-síðu sína í kvöld þar sem hún lýsti upplifun sinni af hegðun strætóbílstjóra í ferð til Keflavíkur í kvöld og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

„I live in Njarðvík. I’ll find you“

Joanna tók vagn 55 til Keflavíkur kl.18.31 frá Háskóla Íslands í kvöld. Á stoppistöð við Kringlumýrabraut kom flóttamaður inn í vagninn með ungan son sinn sem Johanna telur að hafi verið um sjö ára gamall. Maðurinn freistaði þess að greiða fyrir ferðina með kort sem Reykjanesbær hafði útvegað honum.

„Kortið virkar ekki. Bílstjórinn segir honum að hann þurfi að borga. Maðurinn vill nota kortið. Við erum þarna í nokkra stund á meðan öskrar bílstjórinn á feðgana,“ skrifar Joanna.

Hún segir að faðirinn hafi þá hringt í ónefnda konu sem ræddi við bílstjórann. Bílstjórinn hafi sagt konunni að þetta „flóttalið“ vilji aldrei borga neitt, komi með ónýt kort og að Strætó reki ekki góðgerðastarfsemi. Hann vinni sína vinnu og vilji komast heim í mat.

Í reikistefnunni hafi hún síðan heyrt bílstjórann hóta föðurnum og að hennar sögn sagt: „I live in Njarðvík. I’ll find you“

Mátti ekki greiða farmiðann

Á þessum tímapunkti var Joönnu nóg boðið og hún steig fram og bauðst til að borga farmiðann fyrir feðgana. Það segir bílstjórinn að komi ekki til greina og að hann sé þegar búinn að hringja á lögregluna.

„Ég bið hann um að hringja í hana og segja að málið sé leyst þar sem ég borga fyrir þá en hann vill ekki gera það. Þegar ég segi að ég geti hringt svo hann þurfi það ekki vill hann samt ekki leyfa mér að borga. Maðurinn gefst upp, tekur strákinn sinn og þeir fara út. Hann horfir upp í himininn nærri gráti en samt með von í augunum til að hlífa stráknum fyrir niðurlægingunni og segir „He watches us“,“ skrifar Joanna.

Hún segir að þegar bílstjórinn hafi verið lagður af stað aftur hafi hann hringt hreykinn til lögreglunnar og sagt að hann þurfi ekki aðstoð.

Í samtali við DV segir Joanna að hennar mati eigi slíkir bílstjórar ekki að koma nálægt strætóakstri og hún voni að frásögn hennar verði til þess að byggðarsamlagið grípi til aðgerða. Eins og áður segir hefur hún áður orðið vör við fordóma og dónaskap bílstjóra í garð flóttafólks. „Það hafa verið leiðinlegar athugasemdir á íslensku og dónaskapur. Svo er Útvarp Saga í bakgrunni. En ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta,“ segir Joanna.

DV mun óska eftir upplýsingum frá Strætó bs. vegna atvikisins og verður fréttin uppfærð þegar það berst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks