fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ey­þór og fjölskylda á leið heim til Íslands en miður sín yfir mismunun – Íhuga málsókn gegn flugvélinu SAS

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2022 20:15

Eyþór Kamban og fjölskylda hans íhuga málsókn gegn SAS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou, eru komin til Kaupmannahafnar ásamt barnungri dóttur sinni. Fréttablaðið greinir frá. Framundan er svo flug til Íslands sem verður mikil gleðistund fyrir fjölskylduna eftir erfiða baráttu við SAS-flugfélagið. Eyþór og Emily eru bæði blind og eru búsett í Grikklandi.

Sjá einnig: Eyþór og Emily fengu ekki að fljúga með barnið sitt til Íslands því þau eru bæði blind – „Ég held að þetta sé kolólöglegt“

Samlandi bjargaði málunum

Í síðustu viku var þeim meinaður aðgangur í flug SAS rétt fyrir brottför, eftir að hafa farið í gegnum innritun og öryggisleit á flugvellinum í Aþenu. Var um að ræða geðþóttaákvörðun flugmanns vélarinnar sem sagði að um öryggisbrest væri að ræða, eitthvað sem Eyþór segist ekki geta fundið neitt um í reglum flugfélagsins. Um var að ræða afar niðurlægjandi stund fyrir fjölskylduna sem að þurfti frá að hverfa og hefur síðan staðið í stappi við skandinavíska flugfélagið.

SAS gaf sig ekki með að Eyþór og Emily þyrftu aðstoðarmanneskju með sér í flugið og standa sjálf straum af þeim kostnaði. Blessunarlega fannst þó ákveðin örþjóðarlausn þegar í ljós kom að ókunnug íslensk kona var á leið í sama flug frá Aþenu og gat tekið að sér hlutverkið sem SAS krafðist.

„Við gátum fengið SAS með herkjum til þess að endur­bóka okkur í þetta flug, með þessa konu sem „safe­ty assistant“ eins og þau kalla það, sem er orð sem ég hef ekki séð neins staðar annars staðar heldur en í þessum sam­skiptum við SAS,“ segir Ey­þór í samtali við Fréttablaðið.

Skoða málsókn alvarlega

Málinu er þó ekki lokið enda íhugi fjölskyldan málsókn gegn flugfélaginu enda aldrei upplifað aðra eins mismunin.

„Það verður skoðað mjög al­var­lega og verður á­reiðan­lega gert. Þetta er ekki eitt­hvað sem við getum látið kyrrt liggja. Ég hef aldrei orðið fyrir svona aug­ljósri og greini­legri mis­munum á þeim grund­velli að sjá ekki,“ segir Ey­þór.

Hann bendir á að fimm ára börn megi fljúga ein, með aðstoð flugþjóna, en Eyþór og Emily máttu það ekki því að efast var um að þau gætu sett súrefnisgrímu á barnið þitt.  „Þessi öryggis­rök eru mjög skrítin miðað við hversu margar að­stæður eru til sem að geta haft á­hrif á hæfni þína til að bregðast við neyðar­að­stæðum,“ segir Ey­þór.

Þriggja vikna dvöl er framundan á Íslandi þar sem dóttur Eyþór og Emily fær í fyrsta sinn að hitta fjölskyldu sína á Íslandi. Framundan er síðan heimför og enn á eftir að leysa úr flækjunni varðandi það ferðalag.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“