fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Starfsfólk Sinfóníunnar sakað um dónaskap í garð öryggisvarða – „Ég get staðfest að ég baðst velvirðingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvupóstur var nýlega sendur á alla starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna óboðlegrar framkomu einhverra í sveitinni við öryggisverði í Hörpu. Pósturinn kom frá mannauðsstjóra Sinfóníunnar og er greint þar frá tveimur málum.

Í póstinum segir að alvarlegt atvik hafi orðið eftir tónleika hljómsveitarinnar þann 29. september síðastliðinn. Hafi atvikið kallað á aðkomu öryggisvarða, lögreglu og sjúkraliðs. Nauðsynlegt hafi reynst að loka slyssvæðinu fyrir allri umferð, bæði gesta og starfsfólks. Einnig þurfti að grípa til takmarkana á ferð fólks um bygginguna. Segir í pósti mannauðsstjórans að flestir hafi verið samvinnuþýðir en ekki allir. Hafi eitthvert starfsfólk sýnt öryggisvörðum óásættanlega framkomu og meðal annars viðhaft ljótt orðbragð við þá. Auk þess hafi nokkrir reynt að komast hjá því að fylgja fyrirmælum.

Ennfremur var kvartað undan framkomu starfsfólks Sinfóníunnar þegar ráðstefnan Artic Circle var haldin í Hörpu. Fengu öryggisverðir þá dónaleg tilsvör frá sumu starfsfólkinu þegar það var beðið um að sýna aðgangskort. Dæmi voru um að starfsfólk hafi verið með aðgangskortin á sér en neitað að sýna þau.

Í bréfi mannauðsstjórans segir að ókurteisi og dónaskapur af þessu tagi sé með öllu ólíðandi. Eru þeir sem áttu hlut að máli beðnir um að láta af slíkri framkomu. Kemur einnig fram í póstinum að Sinfóníunni hafi borist formlegar kvartanir vegna framkomu starfsfólksins.

Framkvæmdastjórinn baðst afsökunar

Samkvæmt heimildum DV hefur framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, Lára Sóley Jóhannsdóttir, beðist afsökunar á þessari framkomu starfsfólksins. Hún staðfestir þetta í svari við fyrirspurn frá DV. Segir hún jafnframt að mannauðsstjórinn hafi sent bréf á allt starfsfólkið þar sem ekki var vitað hver hefðu átt hlut að máli.

Sóley segir í skriflegu svari sínu:

„Ég get staðfest að það komu nýlega upp tvö atvik er varða samskipti milli starfsfólks okkar og öryggisvarða Hörpu í tengslum við aðgengismál.

Formleg athugasemd barst vegna annars atviksins og get ég staðfest að ég baðst velvirðingar á því atviki, enda leggjum við ríka áherslu á að eiga í góðum samskiptum við samstarfsfólk okkar.

Þar sem ekki var vitað um hvaða starfsfólk ræddi var sendur út tölvupóstur til allra starfsmanna til upplýsinga og til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig. Þessi mál hafa verið í farsælum farvegi síðan og ég myndi segja að almennt hafi samstarfið hér í Hörpu gengið afar vel á þeim tæpu tólf árum sem liðin eru frá því að hljómsveitin flutti í Hörpu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki