fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ólafur segir fráleitt að tengja ekki raforkukerfi landsins við Evrópu – Gætum þurft á því að halda að flytja inn rafmagn

Eyjan
Miðvikudaginn 7. desember 2022 12:00

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fjallar um orkukreppuna sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir og ekki síst Íslendingar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.  Segir hann að Íslendingar séu að súpa seyðið af aðgerðaleysi síðasta áratugs og sú staða sé að teiknast upp að Íslendingar þurfi að leggja sæstreng til Evrópu til að flytja inn rafmagn frekar en að selja það úr landi eins og umræðan hefur snúsist um.

Allt stopp í níu ár

Í greininni segir Ólafur að orkukreppan í Evrópu eigi sér fjölþættir skýringar og að þessi þróun hafi ekki farið framhjá Íslendingum.

„Mörgum hefur eflaust brugðið í brún þegar orkufyrirtæki fóru að hvetja til þess í haust að fólk sparaði heita vatnið, því að ekki væri víst að nóg yrði til af því í vetur. Í síðustu viku hafði Fréttablaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að áralöng pattstaða vegna karps um rammaáætlun hefði reynzt Íslandi kostnaðarsöm á tímum vaxandi orkuskorts. Ráðherrann sagði í samtali við blaðið að rammaáætlun hefði verið stopp í níu ár. Á þeim tíma hefðu litlar rannsóknir verið stundaðar og nánast engin ný orkuöflun átt sér stað, “ skrifar Ólafur.

Eðli málsins samkvæmt sé það algjört stórmál fyrir íslenskt atvinnulíf að hér sé til nóg af endurnýjanlegri og öruggri orku og þá ekki síður fyrir heimilin í landinu. Rifjar hann upp orð Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra, um að ef áform um fiskeldi ganga eftir hérlendis þá myndi  skapast eftirspurn eftir heitu vatni sem næmi þörf allra höfuðborgarbúa í dag.

Ísland ekki lengur í fararbroddi

Segir Ólafur að framtaksleysi Íslendinga í orkumálum sé talvert ólíkari en það sem gerist í nágrannalöndum okkar, þar sem að þróunin hefur verið gríðarlega hröð  og miklar framkvæmdir við vatnsafls-, jarðvarma-, vind- og sólarorkuvirkjanir.

„Í Noregi eru nýjar virkjanir teknar í notkun á ári hverju. Ríkisorkufyrirtækið Statkraft, landsvirkjun þeirra Norðmanna, áformar að taka 40 nýjar virkjanir í notkun árlega í þeim löndum þar sem fyrirtækið starfar – það er ný virkjun á níu daga fresti! Þetta gerist þótt umhverfisverndarsjónarmið séu ekki síður ríkjandi í Noregi en á Íslandi og bendir til að hér á landi ætti líka að vera hægt að finna lausnir. Á meðal nýrra virkjana Statkraft eru vind- og sólarorkuver og endur- og viðbætur við eldri vatnsaflsvirkjanir,“ skrifar hann.

Hann segir erfitt að halda fram þeirri mýtu að Ísland sé í fararbroddi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Stórátak í orkuframleiðslu sé framundan til þess að Íslendingar haldi í samkeppnisstöðu sína auk þess sem stórbæta þurfi dreifikerfi landsins.

Fráleitt að íhuga ekki lagningu sæstrengs

Þá segir Ólafur að það sé fráleitt að íhuga ekki raforkutengingar á milli Íslands og annarra landa.

„Síðastnefnda atriðinu hefur stundum verið stillt þannig upp að við værum eingöngu að framleiða orku til útflutnings ef lagðir yrðu sæstrengir á milli Íslands og nágrannalanda okkar. Sú staða er hins vegar að teiknast upp að við getum allt eins þurft á innflutningi raforku að halda. Ef Ísland og nágrannalöndin, til dæmis Noregur og Bretland, jafnvel Grænland, leggja saman í uppbyggingu nýrra virkjana endurnýjanlegrar orku um leið og lagðir væru sæstrengir gætu þau deilt raforku á milli sín eftir þörfum og aðstæðum, aukið sveigjanleikann og stórbætt orkuöryggið,“ skrifar hann.

Hann segir að í umræðunni um orkumál sé stundum eins og þessar bláköldu og aðkallandi staðreyndir, að hans mati, séu alls ekki uppi á borðinu.

„Við verðum að taka höfuðið upp úr sandinum og horfast í augu við að í okkar álfu þarf að finna lausnir á orkukreppunni og efla orkuöryggið. Ísland hefur margt að gefa og líka ýmislegt að þiggja í þeirri viðleitni.“

Hér má lesa grein Ólafs í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks