fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kolfinna orðlaus eftir „furðulegasta dóm aldarinnar“ – „Nú vitum við þó alla vega hverjir eiga Ísland“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. desember 2022 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, furðar sig á nýföllnum dómi Landsréttar í „rassastrokumálinu“ svokallaða, en Jón Baldvin var á föstudag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt Carmen Jóhannsdóttur á Spáni árið 2018.

Kolfinna skrifar á Facebook:

„Ég er orðlaus. Hvað ætli það séu margir þolendur nauðgana og ofbeldis sem eru æfir yfir þessum furðulegasta dómi aldarinnar? Og hvað æti það sé margt fólk akkúrat núna að hefja málssókn vegna rassastroku (hvort sem hún átti sér stað eða ekki)?  Nú vitum við þó ala vega hverjir eiga Ísland.“ 

Í niðurstöðu Landsréttar, þar sem sýknu héraðsdóms var snúið við og Jón Baldvin sakfelldur, segir að Carmen hafi verið staðföst í þeim framburði sínum að „þegar hún hefði staðið upp er nokkuð var liðið á borðhaldið til að skenkja víni í glös hefði ákærði strokið upp og niður eftir rassi hennar.“

Framburður hennar sé studdur þremur vitnum sem hún hefði greint frá brotinu og verið í uppnámi eftir það. Eins væri fyrir að fara framburður móður Carmenar sem hefur staðið fast við þann framburð að Jón Baldvin hafi káfað á dóttur hennar er hún var að skenkja víni í glös.

Landsréttur taldi ekkert fram komið sem benti til þess að Carmen eða móðir hennar hafi viljað Jóni Baldvini illt og þótti það ekki draga úr trúverðugleika Carmenar að hún hafi beðið allt fram til fembrúar 2019 með að kæra Jón Baldvin.

Taldi Landsréttur að tekist hefði að sanna svo ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um.

Jón Baldvin hefur allar götur neitað sök í málinu og haldið því fram að um skipulagða aðför að honum hafi verið að ræða og hefur hann nefnt dóttur sína, Aldísi Schram í því samhengi. Ljóst er að Landsréttur tók ekki undir þá kenningu, enda var sérstaklega vikið að því í dómsorði.

Kolfinna hefur áður tjáð sig um málið og kallað það glórulausan vitleysisgang og hefur hún velt upp þeirri spurningu hvað ákæruvaldinu gangi til að hleypa þessu máli inn í dómsal.

Sjá einnig:  Jón Baldvin svarar ítarlega fyrir „rassastrokumálið“ – „Stóðu gestir okkar einir að verki? Eða stóðu aðrir að baki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum