fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Pútín er að gera „drekatennurnar“ sínar klárar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 05:34

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem breska varnarmálaráðuneytið segir þá eru Rússar nú að undirbúa sig undir að verja Maríupol, eða það sem eftir er af borginni. Til að styrkja varnirnar eru þeir að búa til svokallaðar drekatennur.

Það er því ekki að sjá að Rússar séu á þeim buxunum að gefast upp og hörfa frá Úkraínu, að minnsta kosti ekki frá öllum þeim svæðum sem þeir hafa á sínu valdi.

Breska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að Rússar séu að undirbúa harða vörn Maríupol sem hefur verið á þeirra valdi síðan í apríl. Úkraínskar hersveitir hafa sótt fram víða um Úkraínu síðustu vikur og mánuði og nálgast Maríupol. Við þessu eru Rússar að bregðast.

„Líklega er búið að setja upp drekatennur á milli Maríupol og bæjarins Nikolske og frá Maríupol að bænum Staryi Krym. Maríupol er brú Rússa til Krímskagans og mikilvæg fyrir Rússa,“ segir í stöðumati Bretanna.

Drekatennur sem Rússar hafa komið fyrir í Úkraínu. Mynd:Samfélagsmiðlar

 

 

 

 

 

Drekatönn er stór pýramídalaga steypuklumpur sem er notaður til að stöðva framsókn skriðdreka. Þetta var mikið notað í síðari heimsstyrjöldinni og nú eru Pútín og hans menn sagðir vera búnir að setja verksmiðju á laggirnar til að fjöldaframleiða drekatennur.

Bretarnir segja að Rússar muni leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að Úkraínumönnum takist að rjúfa varnarlínur þeirra við Maríupol. Bæði vegna mikilvægrar staðsetningar hennar og vegna þess hversu mörgum orustum þeir hafa tapað að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur