fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Fundu 34 pyntingarklefa á svæðum sem Rússar hafa verið hraktir frá

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 09:00

Einn af pyntingarklefunum sem fundist hafa. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska lögreglan hefur fundið 34 pyntingarklefa og fangelsi á svæðum sem rússneskar hersveitir höfðu á valdi sínu en hafa nú verið hraktar frá.

Þetta segir óháða úkraínska fréttastofan Hromadske International. Hefur fréttastofan þessar upplýsingar frá úkraínsku lögreglunni.

Pyntingarklefarnir fundust í Sumy, Kyiv, Chernihiv, Kharkiv, Donetsk og Kherson.

Í apríl byrjuðu fyrstu sannanirnar fyrir óhæfuverkum Rússa að koma í ljós þegar þeir voru hraktir á brott frá svæðum sem þeir höfðu hertekið. Myndir frá Bucha, sem er nærri Kyiv, sýndu lík óbreyttra borgara sem höfðu verið skotnir á stuttu færi, hendur þeirra voru bundnar fyrir aftan bak. Gervihnattarmyndir sýndu fjöldagröf við kirkju í bænum.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir þetta sanna „þjóðarmorð“ sem Rússar séu að fremja en Rússar neita öllum slíkum ásökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu