fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Þekktur Íslendingur sem sakaður hefur verið um einelti á vinnustað fær ekki að gleymast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur úrskurðað að karlmaður sem sakaður hefur verið um einelti á vinnustað, eigi ekki rétt á að gleymast á leitarvélinni Google, eins og sakir standa.

Maðurinn leitaði til Google og óskaði eftir því að leitarniðurstöður, um fréttir þar sem fjallað var um einelti sem hann var sakaður um að hafa beitt á vinnustað, yrðu fjarlægðar. Google neitaði þeirri beiðni með vísað til þess fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fjallað var um í fréttum væru rangar, auk þess sem fréttaumfjöllunin var ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fjallað var um málið og málið tengdist þar að auki störfum mannsins.

Maðurinn leitaði þá til Persónuverndar. Persónuvernd hefur nú birt reifun á málinu, í stað þess að birta allan úrskurðinn, til að vernda persónuupplýsingar mannsins.

Persónuvernd rakti að þegar metið er hvort að rétturinn til að gleymast sé fyrir hendi geti ráðið úrslitum hvort að vinnsla persónuupplýsinga sé nauðsynleg til að neyta réttarins til tjáningar- og upplýsingafrelsis. Í persónuverndarlögum komi fram ða víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar, að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningar- og upplýsingafrelsis hins vegar. Eins þyrfti að skoða hvort vinnsla Google væri nauðsynleg til að almenningur gæti neytt réttar síns til upplýsingafrelsis og þannig vikið til hliðar rétti mannsins til að gleymast.

Til að komast að niðurstöðu þyrfti að meta hagsmuni almennings af því að geta nálgast upplýsingar um manninn á netinu og við það mat geti haft mikla þýðingu hvort maðurinn væri opinber persóna á borð við stjórnmálamann eða hvort hann hafi gegnt opinberu hlutverki. Þetta geti leitt til þess að fólk njóti ekki sömu einkalífsverndar og óþekktir einstaklingar.

Niðurstaðan var að vegna vinnu mannsins og hlutverki hans í þjóðlífinu væru hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingunum taldir vega þyngra en einkalífshagsmunir mannsins. Því hefði réttur almennings til upplýsingafrelsis vikið til hliðar rétti mannsins til að gleymast.

Því brjóta leitarniðurstöður Google um manninn ekki gegn persónuverndarlögum.

Reifun Persónuverndar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð