fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Ánægjulegt að fara úr engu í eitthvað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, þakkar fyrir viðtökurnar á árinu, en í dag eru um sex mánuðir liðnir frá því að fyrirtækið flaug af stað. Hann segir á Facebook að markið sé sett enn hærra og ljóst sé að Niceair hafi tekist að fara „úr engu í eitthvað“.

„Nú eru um sex mánuðir frá því að við lögðum úr vör með Niceair. Markmið okkar um að bæta aðgengi erlendra ferðamanna að stærri hluta Íslands þokast áleiðis, en hlutfall útlendinga í okkar vélum fer stigvaxandi.“

Ekki sé síðri sú breyting að íbúar á Norður- og Austurlandi þurfi nú ekki að keyra um langan veg og eyða tveimur ferðadögum í að komast til og frá millilandaflugvelli.

„Hagræði fyrir fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum er umtalsvert. Sparnaður við hótelkostnað, dagpeningagreiðslur og aukaferðakostnað innanlands er verulegur. Að baki félaginu stendur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga af svæðinu sem deila þeirri hugmynd að beint millilandaflug um landshlutann með reglubundnum hætti sé ein skjótvirkasta aðgerðin til að bæta aðgengi ferðamanna og auka lífsgæði íbúa í sömu svipan.“

Þorvaldur segir að félagið hafi nú flogið með rúmlega 20 þúsund farþega og sé sætanýting tæplega 70 prósent. „Mjór er mikils virði og ánægjulegt að fara úr engu í eitthvað.“

Á næsta ári mun félagið svo bæta við fleiri áfangastöðum sem verði valdir með tilliti til þess að auka aðgengi erlendra ferðamanna að áfangastaðnum Íslandi og þannig stækka landið sem áfangastað.

„Það er komin ný vara í hillur erlendra ferðaheildsala og líftíminn á góðum árangri í markaðssetningu landsins til þessa lengist við þennan möguleika. Eins og með allar ferðir sem vert er að fara þá hefur ýmislegt komið upp á leiðinni, en á margan hátt hafa mótdrægar aðgerðir heldur orðið til að brýna okkur til verka og því horfum við jákvæð fram veginn.

Kærar þakkir fyrir góðar móttökur og verið ávallt velkomin um borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks