fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Blóðbað eins og í fyrri heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 08:02

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski bærinn Bakhmut er ekki sá stærsti í Úkraínu né mikilvægasti, hvorki efnahagslega né hernaðarlega séð. En samt sem áður hafa harðir bardagar staðið yfir um hann að undanförnu. Um 70.000 manns bjuggu í bænum fyrir stríðið en hann hefur að undanförnu verið sviðið fyrir grimmdarlega og blóðuga bardaga.

Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að bærinn hafi nánast verið jafnaður við jörðu í stríði sem sé háð á ekki ósvipaðan hátt og fyrri heimsstyrjöldin. Hermenn eru í skotgröfum og stórskotalið láta sprengjum rigna yfir andstæðingana. Mannfallið er mikið og þeir fáu íbúar sem hafa ekki flúið bæinn sinna búa við skelfilegar aðstæður.

Pavlo Kyrylenko, borgarstjóri í stórborginni Donetsk, sagði að íbúarnir í Bakhmut séu í felum í kjöllurum sem séu margir hverjir fullir af vatni. Hann sagði þá búa við hörmulegar aðstæður og hafi hvorki rafmagn né vatn.

Ekstra Bladet hefur eftir Niklas Rendboe, sérfræðingi hjá danska varnarmálaskólanum, að það sé hinn illræmdi Wagner-hópur, sem er einkaher rússneska auðmannsins Yevgeni Prighozin, sem standi að baki bardögunum.

Hópurinn sé að reyna að ná bænum á sitt vald og skipti þá engu að hann hafi misst mörg hundruð menn í bardögum um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“