fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þórólfur leitar réttlætis fyrir bróður sinn sem lést – „Þetta fólk þarf bara að þora að opna munninn og setja sig í samband við mig“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 11:06

Til vinstri: Þórólfur Hilbert - Til hægri: Kristinn Haukur - Myndir: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir mannsins sem lést 23. september árið 1973 í Óshlíð á Vestfjörðum, segir í viðtali við Fréttablaðið að hann viti af fólki fyrir vestan sem hefur upplýsingar um mál bróður síns, Kristins Hauks Jóhannessonar. Þórólfur segist hafa eytt 10-12 tímum alla daga vikunnar í meira en ár í að reyna að upplýsa málið.

„Ég hef varið svona miklum tíma í málið og raun ber vitni vegna þess að ég veit að það er til fólk fyrir vestan, fólk yfir sjötugu, sem veit eitthvað. Þetta fólk þarf bara að þora að opna munninn og setja sig í samband við mig.“

Kristinn lést þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Það vakti gífurlega athygli síðasta sumar þegar yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar hans en þá höfðu ættingjar Kristins farið fram á endurupptöku lögreglurannsóknar á dauða hans. Í október síðastliðnum greindi lögregla frá því að lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefði ákveðið að hætta rannsókn málsins.

„Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ekkert bendi til annars en að farþeginn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Eins og ávallt er ákvörðun lögreglustjóra um lyktir mála kæranleg til ríkissaksóknara,“ sagði í færslu sem lögreglan á Vestfjörðum birti á Facebook-síðu sinni.

Ættingjar Kristins hafa nú kært ákvörðun lögreglunnar um að taka málið ekki aftur upp. Í viðtali Fréttablaðsins við Kristinn segir hann frá sínum kenningum um málið. Kristinn furðar sig á frásögn leigubílstjórans sem ók bílnum sem valt niður Óshlíðina, honum finnst mörg atriði í frásögn leibubílstjórans ekki standast neina skoðun.

Þórólfur telur að í raun hafi bíllinn aldrei oltið niður hlíðina og vísar í lögregluskýrslu frá 1973 þar sem talað er um hjólför niður hlíðina. Þegar leigubílstjórinn var beððinn um að útskýra hvað olli slysinu sagði hann að vinstra afturhjólið hefði læst en Þórólfur bendir þá á svartar rákir og gúmmítægjur sem fundust á veginum. Hann segir það ríma illa við ökuhraðann sem bílstjórinn segist hafa verið á.

„Það gerist ekki á malarvegi í sex gráðu hita að nóttu til að þú bremsir og það skapist skurður og sjáist gúmmítægjur úti um allan veg.“

Viðtalið við Þórólf má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks