fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ungmennapartýið sem fór úr böndunum úti á Seltjarnarnesi – Brutu leiguskilmála Gróttu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2022 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmennapartý í veislusal íþróttamiðstöðvar Gróttu fór úr böndunum í nótt og var lögregla kölluð til að leysa það upp. Segja má að teitið hafi orðið alræmdara en efni stóðu til því að greint var frá því á Vísi í morgun að grímuklæddir aðilar með eggvopn hefðu ruðst inn í salinn og átt sökótt við veislugest. Þær fréttir reyndust þó byggðar á ótraustum heimildum og var glæpur veisluhaldara eingöngu sá að fjölmörg ungmenni undir aldri voru að neyta áfengis í rýminu.
Íþróttafélagið Grótta hefur nú gefið út tilkynningu vegna atviksins og greint frá því að málið sé í skoðun.
„Við hjá Gróttu leggjum okkur fram við að leigja aldrei út salinn til framhaldsskólanema eða annarra ungmenna sem ætla sér að halda slík samkvæmi. Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í tilkynningunni.
Kemur fram að félagið hafi áður lent  í því að leigutaki veiti rangar upplýsingar og hafi félagið lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. Það hafi þó bersýnilega ekki borið árangur.

„Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað. Við sem vinnum fyrir Gróttu, bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar, hörmum að þetta hafi gerst enda upplifum við að hafa brugðist trausti bæjarbúa. Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin