fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Ásökuð um misnotkun á börnum og lætur af störfum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 18:48

Mynd: Pexels - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa skjáskot af samskiptum 31 árs konu við börn undir lögaldri gengið á milli fólks á samfélagsmiðlum. Skjáskotin hafa til að mynda vakið mikla athygli á TikTok en alvarlegar ásakanir á hendur konunnar hafa síðan komið upp. Í einu af skjáskotunum er konan til að mynda sökuð um að hafa beitt ungan dreng kynferðisofbeldi á klósetti í Kringlunni.

Konan gegndi trúnaðarstörfum hjá Samtökunum ’78 en hún hefur nú látið af störfum í kjölfar ásakananna. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ’78, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en málið er nú komið á borð lögreglu. Álfur segir að mál sem þessi fari í faglegt ferli eftir aðgerðaáætlun samtakanna gegn ofbeldi. Hann segist ekki geta rætt mál konunnar nánar.

Konan sem um ræðir starfaði í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði í haust en vinnur þar ekki lengur. Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í samtali við mbl.is að ástæðurnar fyrir því tengist þó ekki ásökununum um ofbeldi og áreitni gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“