fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Uppnám í Borgartúni – Sakaður um að kýla starfsmann velferðarsviðs í andlitið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 20:27

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14. Mynd: Gunnar V. Andrésson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var réttað yfir ungum manni í Héraðsdómi Reykjavíkur, en hann er ákærður fyrir líkamsárás á starfsmann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Árásin átti sér stað mánudaginn 2. ágúst 2021. Í ákæru segir að árásin hafi átti sér stað innandyra í Borgartúni 6, en það gæti verið misritun, þar sem velferðarsviðið er til húsa í Borgartúni 10-12.

Í ákæru segir að hinn ákærði hafi slegið starfsmanninn hnefahöggi í andlitið þannig að starfsmaðurinn féll við og lenti á vinstri öxl með þeim afleiðingum að hann hlaut sár og mar á neðri vör og mar á vinstri öxl.

Bæði meintur árásarmaður og þolandi eru ungir að árum. Hinn ákærði er fæddur árið 1995 og sá sem varð fyrir árásinni er fæddur árið 1994.

Dómur fellur í málinu á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt