fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Fór húsvillt í leit að vini sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem hringdi dyrabjöllu íbúðarhúss í Miðborginni í sífellu. Maðurinn reyndist ofurölvi og illa áttaður. Hann var að leita að vini sínum en hafði farið húsvillt. Lögreglan hjálpaði honum að finna hús vinarins og fylgdi honum þangað þar sem vinurinn tók á móti honum.

Tveir ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Meint fíkniefni fundust á öðrum þeirra.

Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis. Við leit í bifreið hans fundust meint fíkniefni.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 131 km/klst á Kringlumýrarbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.  Annar var kærður fyrir að aka á 135 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins