fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. október 2022 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést í Ólafsfirði á aðfaranótt mánudags hét Tómas Waagfjörð og var fæddur árið 1976. Maðurinn lést af sárum sínum eftir stungu með eggvopni. Þrjár manneskjur eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, tvær konur og einn karlmaður.

Móðir Tómasar býr á Spáni og náði DV sambandi við eiginmann hennar. Aðspurður sagði hann að lögregla hefði lítið geta upplýst þau um rannsókn málsins en lögreglumaður hafði samband við þau hjónin í gær og tilkynnti þeim um atvikið. „Þau máttu ekki segja neitt að svo stöddu,“ segir maðurinn.

„Við förum til Íslands á föstudaginn,“ segir maðurinn en framundan er að hitta nána ættingja Tómasar og ræða málin. Eins og nærri má um geta eru ættingjar Tómasar harmi slegnir yfir hinum hræðilega atburði og segir maðurinn afar mikilvægt að komast til Íslands næstu daga, hitta fólkið og stilla samans strengina.

Flestir ættingjar Tómasar búa í Reykjavík en föðurfólk hans bjó um tíma í Garðabæ. „Maður er svolítið langt frá,“ segir maðurinn. Staðfesti hann að Tómas hafi verið ættaður úr Reykjavík en búið stóran hluta ævinnar í Ólafsfirði.

Að sögn mannsins liggur ekki fyrir hvar og hvenær útför Tómasar verður haldin en þau mál verða rædd á væntanlegum fjölskyldufundi um næstu helgi.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“