fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir margendurteknar hótanir og ofbeldi gegn lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. október 2022 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál gegn ungum manni sem ákærður er fyrir margendurteknar hótanir gegn lögreglumönnum, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

DV hefur ákæru málsins undir höndum en fyrsti ákæruliðurinn varðar atvik sem átti sér stað á Akureyri í ágústmánuði árið 2019. Maðurinn, sem fæddur er árið 1998, er sakaður um að hafa þá hótað fjórum lögreglumönnum lífláti, bæði í lögreglubíl á leið til lögreglustöðvar frá Ráðhústorginu og á lögreglustöðinni.

Næsta atvik átti sér stað við Grensásveg í Reykjavík þann 1. september árið 2021. Er maðurinn þá sakaður um að hafa hótað þremur lögreglumönnum lífláti. Hann er einnig sakaður um að hafa reynt að bíta lögreglumann í hné en bitið hæfði hnéhlíf á buxum lögreglumannsins.

Þann sama dag er maðurinn sakaður um að hafa hrækt framan í lögreglumann í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Loks er maðurinn sakaður um að hafa þann 14. ágúst 2021 hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og hótað að beita fjölskyldur þeirra kynferðislegu ofbeldi.

Meint brot mannsins varða 1. málsgrein 106. greinar almennra hegningarlaga, en hún er svohljóðandi:

„Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] 3)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“