fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

15 ára ökumaður reyndi að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 05:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan þrjú í nótt gáfu lögreglumenn ökumanni bifreiðar merki um að stöðva aksturinn í Hlíðahverfi þar sem ökuljós bifreiðarinnar, sem hann ók, voru ekki tendruð. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og jók hraðann. Að lokum stöðvaði hann þó og kom þá í ljós að hann er aðeins 15 ára. Foreldri kom á lögreglustöð og sótti ökumanninn unga.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var akstur ökumanns stöðvaður í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Mikla fíkniefnalykt lagði úr bifreiðinni og heimilaði ökumaðurinn lögreglunni að leita í henni. Við þá leit fundust ætluð fíkniefni sem hald var lagt á.

Á tíunda tímanum var ökumaður handtekinn í Háaleitis- og Bústaðahverfi en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Hann var fluttur á lögreglustöð og að lokinni sýnatöku var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna ítrekaðra brota af þessu tagi.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar var tölvu stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí