fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Aðstoðarforstjóri ÁTVR: Starfsfólk Vínbúða fékk engar gjafir frá birgjum – Einn leikhúsmiði afþakkaður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 20:00

Vandvirkur en gjafalaus, starfsmaður ÁTVR fyllir á rauðvínsrekkann í verslun ríkisins í Kringlunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk ÁTVR þáði engar gjafir nema að „óverulegu verðmæti,“ frá birgjum Vínbúðanna yfir nýafstaðna hátíðarvertíð vínbúðanna. „Óverulegt verðmæti,“ er í skilningi Vínbúðanna allt undir 3.500 kr.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR við fyrirspurn DV til Ívars J. Arndal, forstjóra ÁTVR.

Kemur jafnframt fram í svarinu að samkvæmt reglum ÁTVR ber starfsfólki ríkisfyrirtækisins að tilkynna mannauðssviði um allar gjafir. Í reglunum frá júní 2019 segir:

Starfsfólki er óheimilt að þiggja gjafir eða aðra umbun frá birgjum, viðskiptavinum eða öðrum hagsmunaaðilum nema um sé að ræða jóla- eða áramótagjafir og verðmætið sé óverulegt.

Sigrún segir að einu tilkynningarnar sem mannauðssviði hafi borist hafi verið vegna sælgætisgjafa til starfsmanna sem það hafi svo deilt með vinnufélögum sínum. „Í einu tilviki var starfsmanni sendur leikhúsmiði sem var afþakkaður og endursendur,“ bætir hún við.

Svipaðar reglur eru jafnframt í gildi fyrir starfsmenn fríhafnarinnar í Leifsstöð, en þó ekki jafn afdráttarlausar og hjá ÁTVR. Þar segir:

Óheimilt er að þiggja gjafir frá birgjum eða öðrum ef almennt má líta á það sem endurgjald fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí