Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu starfshóps um málsmeðferðarstíma kynferðisbrotamála. Ríkissaksóknari skipaði starfshópinn í upphafi árs.
Í skýrslunni kemur fram að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hafi verið 413 dagar að meðaltali 2021 og hafi lengst um 77% frá 2016. Sama staða er uppi hvað varðar kynferðisbrotamál í heild.
Frá 2016 hefur þeim fjölgað um 33% og lýkur afgreiðslu þeirra að meðaltali á 253 dögum.
Málin liggja oft óhreyfð í ár eða lengur hjá rannsóknardeild þar sem lögreglumenn komast ekki til að sinna þeim.
Nánar ef fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.