fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Pútín spilar rússneska rúllettu og það verður ekki aftur snúið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 06:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir tveggja mánaða mótlæti á vígvellinum í Úkraínu kom Vladímír Pútín, forseti Rússlands, með tvo stóra mótleiki. Fyrst var í skyndingu ákveðið að halda svokallaðar „atkvæðagreiðslur“ um framtíð fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta á sínu valdi. Hitt var að Pútín greip til herkvaðningar til að skaffa fleiri hermenn.“

Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðing hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum aðalgreinanda hjá leyniþjónustu danska hersins, á vef TV2.

Hann segir að Pútín hafi verið vígreifur þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum á fimmtudaginn og tilkynnti um „herkvaðningu að hluta“. Hann hafi sett hnefann í borðið og hótað að nota „sérstök vopn“, þar á meðal kjarnorkuvopn.

Síðar hafi varnarmálaráðherrann, Sergei Shoigu, sagt að þessi „herkvaðning að hluta“ myndi ná til 300.000 karlmanna. En í reglugerðinni, sem var gefin út um herkvaðninguna, er ekki kveðið á um neinar takmarkanir á fjölda þeirra sem verða kvaddir til herþjónustu.

Kaarsbo bendir á að á mánudaginn hafi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagt að fljótlega verði tilkynnt hvaða dag héruðin fjögur í Úkraínu verði innlimuð í rússneska ríkjasambandið: „Peskov lét ekki einu sinni eins og úrslitin gætu orðið önnur en að meirihlutinn vildi verða hluti af Rússlandi.“

„Með þessum tveimur ákvörðunum leggur Pútín allt að veði. Hann er byrjaður að spila rússneska rúllettu og það verður ekki aftur snúið. Ef þessar ákvarðanir snúa ekki gangi stríðsins Rússum í hag þýðir það lang líklegast að Pútín missir embættið. Þetta er hámarksáhætta sem er tekin,“ segir Kaarsbo.

Hann segir að nú sé útilokað að hægt verði að semja um frið og stríðið muni geisa þar til yfir lýkur.

Með því að innlima héruðin fjögur hafi Pútín lokað á allt svigrúm til samninga. Kaarsbo segir að hann geti hvorki samið eða dulbúið ósigur sem sigur. Sérhver sigur Úkraínu verði framvegis óumdeilanlega ósigur fyrir Rússland. Hann bendir einnig á að þess utan hafi úkraínska ríkisstjórnin hafnað því að setjast að samningaborðinu ef Rússar innlima úkraínsk landsvæði í rússneska ríkjasambandið. Nú eigi Úkraínumenn engan annan kost en að endurheimta hvern sentimetra af úkraínsku landsvæði, þar á meðal Krím, með hernaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?