fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Nýjar vendingar í hundamálinu á Akureyri – „Hann réðist að þriggja ára gömlu barninu mínu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. september 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í morgun var lögregla kölluð til að fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri í gær eftir að hundur hafði glefsað í barn. DV tók viðtal Halldóru Larsen, íbúa í húsinu, sem sagði að margoft hafi verið kvartað undan hundinum undanfarin ár og hann veki börnum í húsinu mikinn ótta. DV ræddi einnig við eiganda hundsins, konu sem kannast ekki við að hundurinn hennar bíti. Konan brast í grát í símtalinu og var mjög slegin yfir tíðindum gærdagsins.

Halldóra Larsen hafði samband við DV aftur í dag og benti á að ekki hafi verið búið að fá samþykki allra íbúa í húsinu við Keilusíðu fyrir hundinum. „Eigandinn hefur ekki fengið þær undirskriftir til að fá að hafa hann og eftir atvikið í gær þá mun það ekki gerast.“

Halldóra greinir einnig frá því að fundur hafi verið vegna fréttar DV hjá Akureyrarbæ. Hafi eigandi hundsins verið kölluð á fundinn.

Halldóra leggur áherslu á að hún vilji hundum og öðrum dýrum allt hið besta en þessum hundi sé svo illa sinnt að hann eigi alls ekki heima í fjölbýli.

Önnur kona vitnar um grimmd hundsins

Fyrrverandi nágranni konunnar sem á hundinn hafði samband við DV og greinir frá mjög erfiðri sambúð við hundinn. Sú  kona vill ekki láta nafn síns getið en hún segist hafa búið í næstu blokk við eiganda hundsins í átta mánuði:

„Á þeim tíma munaði engu að hann dræpi köttinn minn, hann réðist að þriggja ára gömlu barninu mínu með þeim afleiðingum að ég sparkaði í hundinn til að grípa barnið frá og oftar en einu sinni réðist hann að okkur ef við gengum bílaplanið til að fara í eða úr bílnum og vorum við mæðgur oft bara lokaðar inn í bíl af ótta við hundinn og hvað hann myndi gera næst! Ég ræddi sjálf margoft við eiganda hundsins sem þá reyndi að kalla í hann eða taka hann inn. Maður sér hana aldrei úti að ganga með hundinn en alltaf eru börn með hann úti í bandi sem ráða ekki við hann. Það þarf að stoppa þetta áður en eitthvað alvarlegt gerist.“

Ath. Eftir vinnslu fréttarinnar ræddi DV við eiganda hundsins á ný og verður það viðtal birt í fyrramálið. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni