fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Herkvaðningin á að snúa gangi stríðsins í Úkraínu – Sérfræðingur segir að hermennirnir geti endað sem fallbyssufóður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:31

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Var það sigurtrompið sem Pútín dró upp í síðustu viku þegar hann tilkynnti um herkvaðningu allt að 300.000 rússneskra karla? Var það þetta sem rússneski herinn þarfnast til að knýja fram sigur í stríðinu í Úkraínu? Eða var þetta einfaldlega aðgerð örvæntingarfulls manns sem er kominn út í horn og hefur margt að óttast?

Það er hægt að líta á herkvaðninguna frá ýmsum sjónarhornum og hafa ýmsar skoðanir á hverju hún mun skila. Margir hernaðarsérfræðingar telja að það að senda nýliðana, sem eiga að snúa flótta rússneska hersins á vígvellinum í Úkraínu í sókn, á vígvöllinn geti endað með hörmungum fyrir Rússa.

Einn þeirra er Alexander Høgsberg Tetzlaff, major og hernaðargreinandi hjá miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla. Í samtali við TV2 sagði hann að Pútín geti líklega kallað 300.000 menn í herinn en aðalspurningin sé hversu góðir þeir séu og hvenær þeir verða tilbúnir til bardaga. „Það geta liðið vikur, jafnvel mánuðir áður en þeir eru tilbúnir í fremstu víglínu og það er vafasamt að þeir fái nauðsynlega þjálfun. Þeir geta endað sem fallbyssufóður,“ sagði hann.

Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðninguna sagði hann að hún eigi aðallega við menn sem hafa gegnt herskyldu áður og hafi „ákveðna hernaðarsérþekkingu og viðeigandi reynslu“. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði síðar í viðtali að þeir sem verða kvaddir í herinn verði sendir á vígvöllinn í „ákveðnum áföngum“.

Claus Mathiesen, lektor og hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að herkvaðningunni væri aðallega ætlað að fylla upp í sífellt þynnri raðir í rússneskum varnarlínum. Hann sagði að Rússa bráðvanti hermenn í Úkraínu en það dugi ekki bara að finna hermenn og fylla upp í skörðin. Margar af hersveitunum hafi verið undirmannaðar síðan í byrjun stríðsins. Hann benti einnig á að þjálfun nýrra hermanna og vinnan við að afla nauðsynlegs búnaðar fyrir þá hefði átt að hefjast fyrir mörgum mánuðum, að minnsta kosti ef Rússar vilja eiga von um að herkvaðningin skili strax árangri.

Hann sagði einnig að mannfall rússneska hersins sé líklega að minnsta kosti tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um en þær segja að 6.000 hermenn hafi fallið. „Þeir geta fyllt í skörðin með óþjálfuðum og illa vopnum búnum hermönnum. Það skilar varla góðum árangri,“ sagði hann.

Í greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) er bent á að það sé ekki bara lítil þjálfun sem geti reynst erfið fyrir þá sem verða kallaðir í herinn. Skortur á vopnum og öðrum útbúnaði hafi mikil áhrif á árangurinn á vígvellinum.

Lengi hefur verið vitað að Rússar eiga í miklum erfiðleikum með að sjá þeim hersveitum, sem nú þegar eru á vígvellinum fyrir nauðsynlegum búnaði. Það er því erfitt að sjá að þeir geti bætt við sig 300.000 hermönnum og séð þeim fyrir nauðsynlegum búnaði án vandræða.

Einnig er rétt að hafa í huga að í fyrri skýrslu ISW kemur fram að líklega hafi flótti Rússa í Kharkiv reynst þeim dýr og að þeir hafi misst allt að helming búnaðar síns þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala