fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ekið á ungling á rafhlaupahjóli og reiðhjólamann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var bifreið ekið á 16 ára pilt, sem var á rafhlaupahjóli, í Hlíðahverfi. Vitni sá piltinn fljúga í loftinu áður en hann lenti á götunni. Hann er mögulega handleggsbrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Farið var með hjólið heim til hans og rætt við forráðamann hans. Fjarlægja þurfti bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.

Skömmu síðar var bifreið ekið á reiðhjólmanna við Dalatorg í Kópavogi þegar hann var að hjóla yfir akbraut á gangbraut. Maðurinn fann til eymsla í mjöðm og hné.

Einn var staðinn að þjófnaði úr raftækjaverslun í Kópavogi síðdegis í gær.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Bifreið hans reyndist ótryggð og voru skráningarmerkin tekin af henni.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Breiðholtsbraut. Hann ók á 100 km/klst en leyfður hámarkshraði er 60 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik