Skömmu síðar var bifreið ekið á reiðhjólmanna við Dalatorg í Kópavogi þegar hann var að hjóla yfir akbraut á gangbraut. Maðurinn fann til eymsla í mjöðm og hné.
Einn var staðinn að þjófnaði úr raftækjaverslun í Kópavogi síðdegis í gær.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án gildra ökuréttinda. Bifreið hans reyndist ótryggð og voru skráningarmerkin tekin af henni.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Breiðholtsbraut. Hann ók á 100 km/klst en leyfður hámarkshraði er 60 km/klst.