fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Rússneskir þingforsetar gagnrýna Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 08:32

Margir eru ósáttir við herkvaðninguna og lögreglan hefur beitt mótmælendur mikilli hörku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentina Matviyenko, formaður efri deildar rússneska þingsins, er ósátt við hvernig herkvaðningunni í Rússlandi er háttað. Í síðustu viku tilkynnti Vladímír Pútín, forseti, að allt að 300.000 karlar verði nú kvaddir í herinn til að berjast í Úkraínu.

Ákvörðun Pútíns hefur leitt til mótmæla víða í Rússlandi og hefur lögreglan gengið hart fram í að brjóta þau á bak aftur. Mörg þúsund mótmælendur hafa verið handteknir og hafa sumir þeirra verið kvaddir beint í herinn í framhaldi af handtöku.

The Guardian segir að sögur hafi heyrst af mönnum sem hafi verið kallaðir í herinn þrátt fyrir að þeir eigi að sleppa.

Þetta gaf Matviyenko tilefni til að gagnrýna framkvæmdina í færslu á Telegram. Þar sagði hún þetta vera algjörlega óásættanlegt og að hún skilji vel að almenningur hafi brugðist illa við.

Vyacheslav Volodin, formaður neðri deildar þingsins, sagði að ef mistök hafi verið gerð, eigi að leiðrétta þau og að yfirvöld þurfi að skilja þá ábyrgð sem á þeim hvíli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda