Gríðarlegt óveður hefur geisað á Suður- og Austurlandi þar sem hættustig almannavarna er í gildi.
Jafet Sigfinnsson deilir myndbandi á Twitter af trjám í garði foreldra sinna á Seyðisfirði sem rifnuðu upp með rótum í storminum í nótt.
Rauð viðvörun tók gildi á Austfjörðum nú í hádeginu. Vegum hefur víða verið lokað og fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni.
Þá fór rafmagn af hálfu landinu upp úr hádegi en rafmagnið er að detta aftur inn eftir viðgerðir.
Ert þú með upplýsingar um óveðrið eða myndir? Sendu okkur póst á ritstjorn@dv.is
Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o
— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022