fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

14 ára ökuþór stöðvaður af lögreglu í Kópavogi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. september 2022 09:24

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá laganna vörðum í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu má sjá að slys vegna rafhlaupahjóla settu svip sinn á vaktina.

Um kl.18 í gær var bifreið ekið á dreng á rafhlaupahjóli. Drengurinn kvartaði um verk í fæti og baki og var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðamótttöku. Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um slys í miðbænum en vitni sá þá 66 ára mann detta um rafhlaupahjól og á húsvegg. Maðurinn missti meðvitund við fallið og blæddi úr nefi hans. Hann var í kjölfarið fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Annað slíkt slyst átti sér stað kl.4 um nóttina en þá datt ungur maður af rafhlaupahjóli í hverfi 105 og var illa áttaður eftir slysið. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Þá voru allmörg tilvik þar sem að ökumenn voru stöðvaðir og grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Einn ökumaður sem var stöðvaður í Kópavogi um kl.22 í gærkvöldi skar sig þó úr en hann reyndist ekki hafa ökuréttindi enda aðeins 14 ára gamall. Segir í dagbók lögreglu að málið sé í vinnslu með aðkomu foreldra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila