fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

14 ára ökuþór stöðvaður af lögreglu í Kópavogi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. september 2022 09:24

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá laganna vörðum í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu má sjá að slys vegna rafhlaupahjóla settu svip sinn á vaktina.

Um kl.18 í gær var bifreið ekið á dreng á rafhlaupahjóli. Drengurinn kvartaði um verk í fæti og baki og var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðamótttöku. Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um slys í miðbænum en vitni sá þá 66 ára mann detta um rafhlaupahjól og á húsvegg. Maðurinn missti meðvitund við fallið og blæddi úr nefi hans. Hann var í kjölfarið fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Annað slíkt slyst átti sér stað kl.4 um nóttina en þá datt ungur maður af rafhlaupahjóli í hverfi 105 og var illa áttaður eftir slysið. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Þá voru allmörg tilvik þar sem að ökumenn voru stöðvaðir og grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Einn ökumaður sem var stöðvaður í Kópavogi um kl.22 í gærkvöldi skar sig þó úr en hann reyndist ekki hafa ökuréttindi enda aðeins 14 ára gamall. Segir í dagbók lögreglu að málið sé í vinnslu með aðkomu foreldra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“