fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ragnar Arnalds er látinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 06:46

Ragnar Arnalds. Mynd:Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra, er látinn, 84 ára að aldri. Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1958, Nam bókmenntir og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959-1961. Lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1968 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi sama ár.

Hann sinnti kennslu á árunum 1958 til 1972, með hléum.

Hann var formaður Alþýðubandalagsins frá 1968-1977. Sat á þingi frá 1963 til 1967 og aftur frá 1971-1999.  Gegndi embætti menntamála- og samgönguráðherra 1978-1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983.

Var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971-1975, 1979-1980, 1983-1987 og 1992-1995.

Ragnar sat í fjölda nefnda og stjórna og gegndi formennsku í mörgum nefndum og ráðum. Hann átti sæti í bankaráði Seðlabankans og í landsdómi frá 1999 til 2005.

Ragnar samdi nokkur leikrit, þar á meðal Uppreisn á Ísafirði og Sveitasinfónía.

Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1960, Dagfara 1961-1962 og Nýrrar útsýnar 1969.

Eftirlifandi eiginkona Ragnar er Hallveig Thorlacius brúðuleikari. Þau eiga dæturnar Guðrúnu og Helgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum