fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa flutt inn tugmilljóna virði af Oxycontin til Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. september 2022 13:38

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður í máli sem snýst um innflutning á 5 þúsund töflum af  OxyContin.

Tollurinn fann lyfið, sem barst hingað í póstsendingu, en um er að ræða 80 mg töflur. 80 mg töflur eru nokkuð dýrar en samkvæmt heimildum DV selst hver tafla á um 5.000 krónur á Íslandi í dag. Ljóst er því að þessar 5 þúsund töflur eru tugmilljóna virði en reikna má með að um það bil 25 milljónir hefðu fengist fyrir þær allar.

Í framhaldinu voru tveir menn handteknir í aðgerðum lögreglu vegna málsins og annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald, eins og áður sagði, en hinn er laus úr haldi.

Lögreglan gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“