fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar Smári útskýrir skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „Þú borgar meira“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 10:00

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, skrifar í dag nýja grein í greinaflokki sínum um skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „hvernig skattbyrði var létt af fyrirtækjum svo eigendur þeirra gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum.“

Greinin birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina „Auðstétt verður til. Og þú borgar.“

Gunnar Smári segir að miðað við skattaframtöl fyrir árið 2021 megi gera ráð fyrir því að sveitarfélögin missi um 19 milljarða króna vegna þess að útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur. „Og þá bara vegna tekna 1% tekjuhæsta fólksins. 6 milljarða til til viðbótar ef við tökum fjármagnstekjur annarra með,“ segir hann.

Þá bendir hann á að sveitarfélögin hafi misst 60 milljarða vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.

„Og sveitarfélögin misstu síðan 60 milljarða króna vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.Samanlagt eru þetta 85 milljarðar króna sem létt var af fyrirtækja- og fjármagnseigendum. Og hvernig var stoppað í gatið?“ spyr hann en svarar því sjálfur strax:

„Útsvar á launatekjur var hækkað úr 6,7% í 14,5%. Miðað við útsvarstekjur síðasta árs jafngildir það hækkun upp á 101 milljarð króna. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur borga minna en þú borgar meira. Það var markmiðið. Þótt það hafi aldrei verið kynnt svo.“

Greinina í heild sinni má lesa hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“