fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári útskýrir skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „Þú borgar meira“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 10:00

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, skrifar í dag nýja grein í greinaflokki sínum um skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna – „hvernig skattbyrði var létt af fyrirtækjum svo eigendur þeirra gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum.“

Greinin birtist á Vísir.is og ber yfirskriftina „Auðstétt verður til. Og þú borgar.“

Gunnar Smári segir að miðað við skattaframtöl fyrir árið 2021 megi gera ráð fyrir því að sveitarfélögin missi um 19 milljarða króna vegna þess að útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur. „Og þá bara vegna tekna 1% tekjuhæsta fólksins. 6 milljarða til til viðbótar ef við tökum fjármagnstekjur annarra með,“ segir hann.

Þá bendir hann á að sveitarfélögin hafi misst 60 milljarða vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.

„Og sveitarfélögin misstu síðan 60 milljarða króna vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu.Samanlagt eru þetta 85 milljarðar króna sem létt var af fyrirtækja- og fjármagnseigendum. Og hvernig var stoppað í gatið?“ spyr hann en svarar því sjálfur strax:

„Útsvar á launatekjur var hækkað úr 6,7% í 14,5%. Miðað við útsvarstekjur síðasta árs jafngildir það hækkun upp á 101 milljarð króna. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur borga minna en þú borgar meira. Það var markmiðið. Þótt það hafi aldrei verið kynnt svo.“

Greinina í heild sinni má lesa hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“