fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 14:52

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir tilraunir rússneska sendiráðsins til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og lítur alvarlegum augum á tölvuárás sem varð gerð á vef Fréttablaðsins í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

Fréttablaðið birti í gær viðtal við rithöfundinn Val Gunnarsson um ástandið í Úkraínu. Með viðtalinu fylgdi mynd þar sem má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum.  Rússneska sendiráðið brást við myndbirtingunni í gærkvöldi með yfirlýsingu á Facebook þar sem myndin var sögð móðgun við rússneska sambandsríkið, brot á siðareglum blaðamanna og jafnvel brot á íslenskum hegningarlögum.

Sjá einnig: Fréttablaðið kærir hótanir hakkara til lögreglu – „Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi“

Fréttablaðið greindi frá frá því í morgun að ritstjórn hafi borist hótunarpóstur þar sem miðlinum var hótað netárás ef ekki kæmi afsökunarbeiðni vegna myndarinnar. Var Fréttablaðinu gefinn frestur til klukkan níu í kvöld.

Engu að síður greindi Fréttablaðið frá því um hálf ellefu í morgun að árás stæði yfir á vefinn. Ivan Gliskin, upplýsingafulltrúi hjá rússneska sendiráðinu neitaði því að vita nokkuð um árásina. Árásin hefur verið kærð til lögreglu og hefur Fréttablaðið óskað eftir því að lögregla aðstoði við að upplýsa hver eða hverjir standi að baki hótuninni og árásinni.

Blaðamannafélag Íslands telur ljóst að netárásin sé tilraun til að hafa áhrif á fréttaflutning á Íslandi. Yfirlýsing félagsins er eftirfarandi:

„Stjórn BÍ fordæmir allar tilraunir til þess að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og lítur á tölvuárás sem gerð var á vef Fréttablaðsins í dag sem alvarlega tilraun til þess. Í frétt á vef blaðsins í dag segir að rússneska sendiráðið hafi farið fram á það við ritstjóra að blaðið biðjist afsökunar á því að birta mynd sem sýnir mann traðka á rússneska fánanum. Myndin er birt í umfjöllunum um stríðið í Úkraínu. Ritstjórn Fréttablaðsins barst einnig hótun í tölvupósti um að vefur miðilsins yrði hakkaður ef ekki yrði beðist afsökunar á myndbirtingunni. Samkvæmt upplýsingum frá Sigmundi Erni Rúnarssyni ritstjóra hófst netárásin í morgun en öryggisráðstafanir hægja á vefnum hjá notendum. Stjórn Blaðamannafélagsins hefur fjallað um árásina í dag og hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:

Tölvuárás á vef Fréttablaðsins er alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils. Samkvæmt bréfi sem ritstjórn blaðsins barst í nótt er árás hótað vegna myndbirtingar Fréttablaðsins í umfjöllun um innrás Rússa í Úkraínu. Áður hefur rússneska sendiráðið á Íslandi krafist afsökunarbeiðni frá ritstjóra Fréttablaðsins vegna myndbirtingarinnar.

Mikilvægi sjálfstæðra og frjálsra fjölmiðla er sérlega mikilvægt í stríðsástandi og fordæmir Blaðamannafélag Íslands allar tilraunir til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla frá stríðinu í Úkraínu. Fréttablaðið hefur kært málið til lögreglu sem hefur það nú til rannsóknar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna