fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Gunnari Hrafni skilst að stúlkan sé fundin – „Manni var brugðið þegar hún féll allt í einu í yfirlið“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 14:39

Gunnar Hrafn Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag greindi DV frá óhugnanlegri upplifun sem Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, lýsti í færslu á Facebook-síðu sinni. Gunnar var að heimsækja vin sinn í Vesturbæ Reykjavíkur og var úti að reykja sígarettur með honum þegar ung og ofurölvi stólka mætti á svæðið. Gunnar og vinir hans reyndu að hjálpa stúlkunni sem var mjög ringluð.

„Við ákváðum að vera áfram úti til að sjá til þess að hún kæmist heim til sín, sem hún sagði að væri rétt hjá,“ sagði Gunnar í færslunni. „Svo missir hún ítrekað meðvitund, og ég tek púlsinn á henni sem er veikur. Við náum að vekja hana og gefa henni vatn en hún var alveg stjörf og gat ekkert sagt um hvar hún ætti heima nema að það væri í næsta nágrenni.“

Lesa meira: Gunnar Hrafn segir frá óhugnanlegri upplifun sem átti sér stað í nótt

Síðar tók Gunnar eftir því að púls stúlkunnar var orðinn veikur og ákvað hann þá að hringja í neyðarlínuna. Á meðan Gunnar var að lýsa aðstæðum fyrir starfsmanni neyðarlínunnar fór stúlkan hins vegar í næsta garð og fann Gunnar hana svo ekki aftur. Í færslunni sagðist Gunnar svo vona innilega að stúlkan hafi fengið hjálp frá lögreglunni sem lofaði að leita að henni í hverfinu.

Skilst að stúlkan sé heil á húfi

Eftir að DV fjallaði um efni færslunnar veitti Gunnar blaðamanni frekari upplýsingar um málið. „Mér skilst að hún sé fundin og allt í lagi með hana,“ segir hann og vill árétta tvennt sem fram kom í færslunni sem hann birti um málið. Í henni hafði hann sagt að stúlkan hefði þegið áfengi frá þeim en hann segir að hvorki hann né vinur hennar buðu henni áfengi. Þá afsakar hann ónákvæmt orðalag sitt í færslunni.

„Hún drakk eitthvað smá úr glasi sem hún fann en þá náðum við í vatn og reyndum að spjalla við hana, sem gekk ágætlega í fyrstu en svo fór sem ég lýsti,“ segir hann. Þá vildi hann einnig taka fram að ekki ver um partí að ræða. „Bara þrír menn og köttur að chilla í bakgarði og engar áfengisbirgðir til staðar,“ segir hann.

„Hún var nógu skýr fyrst til að segja hvað hún hét, hvar hún vinnur og hvaðan hún var að koma. Það var ekki síst þess vegna sem manni var brugðið þegar hún féll allt í einu í yfirlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Í gær

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Í gær

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“