fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

ÁTVR með kröfu á mann sem finnst ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR hefur gert kröfu um að maður einn greiði stofnuninni 7.500 krónur vegna Jack Daniels viskíflösku sem hann stal úr vínbúðinni á Dalvegi í Kópavogi í október árið 2019.

Manninum, sem er erlendur, hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu vegna fimm afbrota. Ekki hefur tekist að birta honum ákæruna og er hún því birt samkvæmt lögum á þessum opinbera vettvangi.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa stolið mjúkdýri og barnakolli úr verslun IKEA í Garðabæ um svipað leyti, þ.e. haustið 2019.

Ennfremur er hann sakaður um að hafa, í félagi við annan mann, stolið ilmvötnum að verðmæti tæplega 180.000 krónur úr Hagkaupum Kringlunni. Gerðist þetta sumarið 2021.

Þá er maðurinn sakaður um tvö ökulagabrot.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. september næstkomandi. Ef maðurinn lætur ekki sjá sig þar verður það metið til jafns við að hann hafi játað sök varðandi þessi meintu afbrot. Verður þá dómur kveðinn upp yfir honum að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“