fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

ÁTVR með kröfu á mann sem finnst ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR hefur gert kröfu um að maður einn greiði stofnuninni 7.500 krónur vegna Jack Daniels viskíflösku sem hann stal úr vínbúðinni á Dalvegi í Kópavogi í október árið 2019.

Manninum, sem er erlendur, hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu vegna fimm afbrota. Ekki hefur tekist að birta honum ákæruna og er hún því birt samkvæmt lögum á þessum opinbera vettvangi.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa stolið mjúkdýri og barnakolli úr verslun IKEA í Garðabæ um svipað leyti, þ.e. haustið 2019.

Ennfremur er hann sakaður um að hafa, í félagi við annan mann, stolið ilmvötnum að verðmæti tæplega 180.000 krónur úr Hagkaupum Kringlunni. Gerðist þetta sumarið 2021.

Þá er maðurinn sakaður um tvö ökulagabrot.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. september næstkomandi. Ef maðurinn lætur ekki sjá sig þar verður það metið til jafns við að hann hafi játað sök varðandi þessi meintu afbrot. Verður þá dómur kveðinn upp yfir honum að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“