fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Slösuðust í umferðarslysi – Tjónvaldurinn í vímu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 05:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys í Garðabæ. Þar höfðu tvær bifreiðar lent í árekstri. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar og tveir synir hans, sem voru með honum í bifreiðinni, meiddust allir. Tjónvaldurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki miðað ökuhraða við aðstæður.

Fimm aðrir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist ekki vera með gild ökuréttindi og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nótt. Annar fyrir að aka á 114 km/klst á Kringlumýrarbraut þar sem leyfðu hámarkshraði er 80 km/klst. Hinn var kærður fyrir að aka á 156 km/klst, einnig á Kringlumýrarbraut. Hann er aðeins 17 ára. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður sótti ökumanninn á lögreglustöðina.

Í Garðabæ varð slys í undirgöngum á sjötta tímanum í gær. Þar lentu vespa og reiðhjól í árekstri. Reiðhjólamaðurinn, sextugur karlmaður, meiddist á fæti. Honum var ekið heim af sjúkraflutningsmönnum eftir að þeir höfðu veitt honum aðhlynningu á vettvangi. Tveir 15 ára drengir voru á vespunni og slösuðust þeir ekki. Rætt var við foreldra þeirra.

Lítill bátur strandaði við Álftanes á áttunda tímanum. Björgunarsveit var ræst út og var báturinn laus og kominn að bryggju um 1 ½ klukkustund síðar.

Um klukkan þrjú var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Laugarneshverfi. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var því vistaður í fangageymslu. Ætluð fíkniefni fundust við leit á honum.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um ungt fólk við fíkniefnaneyslu í bifreið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm ungir menn voru á vettvangi og viðurkenndu þeir að hafa neytt fíkniefna en voru búnir með þau þegar lögreglu bar að. Þeir eru allir eldri en 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafngreina fyrirtæki sem leggja á vanskilagjöld – Óþarft, ósanngjarnt og á mjög gráu svæði

Nafngreina fyrirtæki sem leggja á vanskilagjöld – Óþarft, ósanngjarnt og á mjög gráu svæði
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir brandarann um Nönnu – „Það á ekki að eyða orðum á svona barnaskap“

Stefán Einar svarar fyrir brandarann um Nönnu – „Það á ekki að eyða orðum á svona barnaskap“
Fréttir
Í gær

Öryggismiðstöðin stefnir fyrrverandi viðskiptavini – Hafa ekki skilað öryggiskerfinu

Öryggismiðstöðin stefnir fyrrverandi viðskiptavini – Hafa ekki skilað öryggiskerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Rangárþingi í gær

Banaslys í Rangárþingi í gær