fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Kona á Hólmsheiði grunuð um stórfellt brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 10:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún heitir Cepeda Segura Hilda Gertrudis og er 44 ára gömul kona frá Dómíníska lýðveldinu. Hilda þessi situr í gæsluvarðhaldi í Fangelsinu Hólmsheiði en hún hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

DV hefur ákæruna undir höndum. Í henni er konunni gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 1,1, kíló af kókaíni hingað til lands þann 21. maí síðastliðinn. Hún kom í flugi hingað frá Barcelona. Efnið er sagt vera 82-84% að styrkleika sem samsvarar 92-94% af kókaínklóríði. Segir í ákæru héraðssaksóknara að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér í hagnaðarskyni.

Efnin voru í tveimur pakkningum sem festar voru við læri Hildu innanklæða.

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður þingfest á föstudag fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Má búast við að réttað verði í því í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“