fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Ölvaðir í umferðaróhappi og ofurölvi eldri kona með reiðhjól

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í Miðborginni. Tjónvaldur var sagður vera ölvaður og að annar ölvaður maður væri í bifreiðinni með honum og væru þeir að drekka bjór.

Tvímenningarnir voru handteknir og fluttir í fangageymslu. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptir ökuréttindum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla í baki og hnakka.

Skömmu fyrir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ofurölvi eldri konu í Laugarneshverfi. Var hún með reiðhjól með sér. Hún neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar og vildi ekki skýra frá dvalarstað sínum. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ölvunarástands hennar.

Í Garðabæ var 15 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hefur að vonum ekki öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað