fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir líkamsárás á bráðamóttökunni og afar bíræfið innbrot í Mosfellsbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir nokkur afbrot, þar sem hæst ber annars vegar líkamsárás á lögregluþjón á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og hins vegar einstaklega bíræfið innbrot í Mosfellsbæ þar sem hann er sagður hafa stolið verðmætum fyrir margar milljónir króna.

Meint árás á lögreglumanninn átti sér stað miðvikudaginn 13. maí árið 2020. Í ákæru er maðurinn sagður hafa veist að lögreglumanni sem var við skyldustörf á bráðamóttökunni, slegið hann hnefahöggi í hnakkann og klórað hægra augnlok, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á augnloki og yfirborðsáverka á höfði.

Innbrotið í Mosfellsbæ átti sér stað í lok janúar árið 2021. Braust maðurinn inn í íbúðina með því að brjóta upp útidyrahurð, rótaði hann í skúffum og skápum og stal 4,5 milljónum króna í reiðufé. Hann stal síðan myndavélarbúnaði að verðmæti 1,5 til 2 milljónir króna.

Maðurinn er einnig sakaður um þjófnað úr versluninni Nítró Sport í Kópavogi, en þaðan rændi hann enduro hjóli af gerðinni Beta, mótorkross-fatnaði og hjálmi.

Ennfremur er hann sakaður um tvö umferðarlagabrot.

Aðalmeðferð verður í máli mannsins við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 14. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm