fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hugrakkir rússneskir stjórnmálamenn gagnrýna stríðið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 06:12

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áframhald á hernaðaraðgerðinni mun bæta við fjölda látinna og særðra hermanna. Við krefjumst þess að rússneskar hersveitir verði nú þegar kallaðar heim frá Úkraínu.“

Þetta sögðu tveir stjórnmálamenn í Primorskij Kraj, sem er í austanverðu Rússlandi, nýlega. Þeir eru báðir í kommúnistaflokknum. BBC skýrir frá þessu.

Það var Leonid Vasukevij, þingmaður á héraðsþinginu, sem setti gagnrýnina fram á þingfundi: „Ef landið okkar stöðvar ekki hernaðaraðgerðina mun munaðarlausum börnum í landinu fjölga. Ungt fólk hefur látist og örkumlast í hernaðaraðgerðinni. Þetta unga fólk hefði getað gert landinu gagn.“

Þegar hér var komið við sögu byrjuðu aðrir þingmenn að skamma hann og yfirgnæfa hann og Gennady Sjulga, félaga hans úr kommúnistaflokknum, sem studdi hann. Þrír aðrir þingmenn studdu málflutning þeirra.

Þetta hefur að vonum vakið athygli erlendra fjölmiðla en það athyglisverðasta í þessu máli er að rússneskir fjölmiðlar hafa fjallað um það.

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studiers, skrifaði á Twitter að umfjöllun rússneskra fjölmiðla um málið gæti verið „hljóðlát mótmæli“. Í samtali við TV2 sagði hann: „Þeir endurtaka gagnrýnina og þannig breiðist hún út. Þetta eru fjölmiðlar, sem starfa á landsvísu, sem hafa vitnað í orð hans um látna og örkumlaða. Þeir skrifa það sem sagt var og auðvitað um viðbrögðin við því.“

Mótmæli Vasukevij og félaga enduðu með að Anatolij Dolgatjve, leiðtogi kommúnista á þinginu, gagnrýndi þá. Hann sagði að flokkurinn muni leggja pólitískt mat á það sem þeir gerðu og grípa til þyngstu aðgerða sem séu í boði. „Þið vanvirðið rússneska kommúnistaflokkinn með ummælum af þessu tagi,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins