fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Hjálmlaus ók rafskútu á grindverk – Annar ók út af gangstétt – Báðir hlutu höfuðáverka

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 06:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi ók hjálmlaus ökumaður rafskútu henni á grindverk í Miðborginni. Hann féll í jörðina og hlaut áverka á höfði og er talinn hafa rotast. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á fyrsta tímanum í nótt ók ökumaður rafskútu út af gangstétt í Hafnarfirði og féll í jörðina. Hann hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum auk þess sem hann notaði ekki öryggisbelti.

Í Mosfellsbæ bakkaði ökumaður ofan í hvilft á vegi síðdegis í gær og endaði bíll hans út af og valt á hliðina. Engin slys urðu á fólki.

Í Breiðholti var kona stöðvuð þegar hún var á leið út úr verslun með matvörur sem hún hafði ekki greitt fyrir. Skýrsla gerð um málið.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með fjögur nagladekk undir bifreið sinni.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir notkun farsíma í akstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“