fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir raðverkfæraþjóf

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan aðsópsmikinn verkfæraþjóf í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi til 5 ára fyrir afbrot sín. Maðurinn var ákærður fyrir alls 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu 19. september 2021 til 6. mars 2022. Í flestum tilvikum braust maðurinn inn á byggingarstaði eða nýbyggingar og hafði á brot verkfæri og ýmiskonar byggingarvörur að verðmæti samtals ríflega 43 milljónum króna.

Að auki var maðurinn sakfelldur fyrir nytjastuld á bifreið og brot gegn umferðarlögum,  lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf.

Maðurinn játaði brot sín greiðlega og í dómsorði kemur fram að megnið af þýfinu hafi skilað sér aftur til eigenda sinna. Sá dæmdi á talsverðan brotaferil að baki og hefur frá árinu 2009 hlotið þrjá fangelsisdóma fyrir ýmis brot, þjófnaði og fíkniefnalagabrot.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi um árabil glímt við fíkniefnavanda. Eftir því sem næst verður komið hélt hann sig þó á beinu brautinni frá árinu 2014 til haustsins 2021 þegar áðurnefnd afbrotahrina hófst en afbrotin voru fyrst og fremst til þess að fjármagna neyslu hans.

Ástæðan fyrir því að fangelsisdómurinn var skilorðsbundinn var sú að maðurinn  virðist nú hafa náð einhverjum
tökum á lífi sínu. Hann sækir AA fundi reglulega og er að hefja endurhæfingu hjá VIRK og stefnir að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá kemur fram að hann á ungt barn frá fyrra sambandi sem hann nýtur umgengni við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð