fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 10:43

10-11 Austurstræti Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að freista þess að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðlum. Atvikið átti sér stað föstudaginn 27. september 2019 en þá var maðurinn staðinn að verki þegar hann framvísaði tveimur evruseðlum, annars vegar 200 evruseðli og hins vegar 100 evru seðli. Segir í ákæru lögreglu að maðurinn hafi vitað eða mátt gera sér grein fyrir því að seðlarnir væru falsaðir.

Í ákærunni kemur fram að brot mannsins séu talin varða við 151. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

Hver, sem lætur úti peninga, sem hann veit að eru falsaðir, skal sæta sömu refsingu sem hefði hann sjálfur falsað þá. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita [fangelsi allt að einu ári eða sektum.

Málið er að öllum líkindum liður í holskeflu falsaðra evru seðla sem skutu upp kollinum fyrir rúmum tveimur árum. Sá lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki annað í stöðunni en að senda frá sé tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem varað var við fölsuðum evruseðlum í umferð enda höfðu nokkur tilvik komið upp á skömmum tíma.

Var fólk hvatt til þess að hafa varann á þegar tekið var við greiðslu í erlendum myntum og kanna vel öryggisatriði seðlanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni