Dagbladet segir að Denis Kozlov, ofursti, hafi fallið nýlega. Hann var ofursti í verkfræðisveitum hersins. Murom24 segir að hann hafi fallið þegar hann var að smíða bráðabirgðabrú yfir Severskyj Donets sem á upptök sína norðan við Kharkiv og rennur út í Don sem er austan við rússnesku borgina Rostov.
Talið er að stórskotaliðshríð Úkraínumanna hafi orðið fjölda rússneskra hermanna að bana þegar þeir reyndu að komast yfir ána.
CNN segir að miðað við gervihnattarmyndir þá hafi Úkraínumenn eyðilagt að minnsta kosti þrjár brýr í síðustu viku og hafi Rússar orðið fyrir miklu manntjóni um leið.
Kozlov var jarðsettur í heimabæ sínum, Murom, á þriðjudaginn.
Rússnesk yfirvöld hafa ekki skýrt frá hversu margir hermenn hafa fallið í stríðinu í Úkraínu og flokka það sem ríkisleyndarmál. Miðað við upplýsingar frá úkraínska hernum og vestrænum leyniþjónustustofnunum er mannfall þeirra mikið og gæti orðið hlaupið á tugum þúsunda. Sumar herdeildir þeirra eru sagðar hafa misst allt að helming liðsaflans.