fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa náð að rússnesku landamærunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 06:59

Úkraínskir hermenn við merki á landamærum Úkraínu og Rússlands. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynnti úkraínski herinn að tekist hefði að hrekja rússneskar hersveitir, sem höfðu sótt að Kharkiv, að rússnesku landamærunum. Ekki nóg með það því úkraínskar hersveitir eru komnar að landamærunum að sögn Oleh Sinegubov héraðsstjóra.

Kharkiv er næst stærsta borg Úkraínu og hafa Rússar reynt að ná henni á sitt vald um hríð en nú virðist Úkraínumönnum hafa tekist að hrinda sókn þeirra og hrekja þá frá svæðum nærri borginni.

BBC skýrir frá þessu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið birti myndband, að sögn BBC, þar sem úkraínskir hermenn sjást við merki á landamærum ríkjanna og segir einn þeirra: „Við erum komnir, við erum hér.“

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir úkraínskir hermenn komust að landamærunum né hvar þeir komu nákvæmlega að þeim.

Ef þessar upplýsingar eru réttar er það mikið áfall fyrir Rússar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu