Kharkiv er næst stærsta borg Úkraínu og hafa Rússar reynt að ná henni á sitt vald um hríð en nú virðist Úkraínumönnum hafa tekist að hrinda sókn þeirra og hrekja þá frá svæðum nærri borginni.
BBC skýrir frá þessu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið birti myndband, að sögn BBC, þar sem úkraínskir hermenn sjást við merki á landamærum ríkjanna og segir einn þeirra: „Við erum komnir, við erum hér.“
Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir úkraínskir hermenn komust að landamærunum né hvar þeir komu nákvæmlega að þeim.
Ef þessar upplýsingar eru réttar er það mikið áfall fyrir Rússar.