fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Úkraína reiknar með að vinna sigur á Rússum fyrir árslok

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef spá Kyrylo Budanov, yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar, gengur eftir þá verða Úkraínumenn komnir með yfirráð yfir öllu landinu fyrir áramót, þar á meðal Krím. Sem sagt, Úkraínu mun hafa sigrað Rússa í stríðinu og hrakið hersveitir þeirra frá Úkraínu.

Þetta sagði Budanov í samtali við Sky News.  Hann sagðist vera bjartsýnn hvað varðar þróun stríðsins: „Vendipunkturinn verður í síðari helmingi ágúst. Flestir bardagar verða afstaðnir fyrir áramót. Niðurstaðan verður að við verðum aftur með yfirráð yfir öllum landsvæðum okkar, sem við höfum misst, þar á meðal Donbas og Krím.“

Í Donbas eru Lugansk og Donetsk en Rússar segjast hafa ráðist inn í Úkraínu til að „frelsa“ þessi svæði úr höndum „úkraínskra nýnasista“ og stöðva „þjóðarmorð“. Krím hafa Rússar haft á sínu valdi síðan 2014.

Hart er barist í Donbas þessa dagana en Rússar hafa reynt að sækja fram þar með fjölmennu herliði en án þess að ná miklum árangri. Budanov sagði að Úkraína viti „allt um óvininn“. „Við vitum um áætlanir þeirra næstum samtímis og þær eru gerðar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum