fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Pútín getur bara náð markmiðum sínum með því að stigmagna stöðuna og það getur þýtt kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 06:07

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir James Everad, fyrrum staðgengill æðsta yfirmanns herafla NATÓ í Evrópu, telur að aðeins ein leið sé fær fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, í stríðinu í Úkraínu og að það sé að stigmagna stríðið.

News.com.au skýrir frá þessu.  Í þessu felst að Pútín geti sent allt að 600.000 hermenn til Úkraínu og ákveðið að nota kjarnorkuvopn. Þetta er meðal annars byggt á færslu málaliða í hinum rússneska Wagnerhópi á Telegram en þar hafa þeir fullyrt að rússnesk stjórnvöld verði að kalla 600.000 til 800.000 hermenn til starfa ef fullur sigur á að vinnast á Úkraínu.

Everad segir að Pútín sé ekki í auðveldri stöðu. Hann eigi nefnilega á hættu að rússneskir hershöfðingjar velti honum af stóli ef hann tryggir ekki öruggan sigur í Úkraínu. „Hann er í skelfilegri stöðu. Þetta er algjörlega honum að kenna. Ég get ekki séð að hann geti náð markmiðum sínum án þess að stigmagna hefðbundinn stríðsrekstur,“ sagði Everad.

Everad varar við hættunni á að hinn sífellt einangraði einræðisherra kunni að grípa til þess að beita kjarnorkuvopnum. Það auki hættuna á þessu að Bandaríkin hafa heitið að styðja Úkraínu með tugum milljarða dollara en sérfræðingar segja að sá stuðningur geti snúið gangi stríðsins enn frekar Úkraínu í vil.

„Það sem Pútín hefur fram yfir Vesturlönd er að hann er með mörg mismunandi kjarnorkuvopn, allt frá litlum til þeirra sem geta eytt stórborgum. Í Bretlandi höfum við vopn sem geta eyðilagt borgir en ekki lítil kjarnorkuvopn. Fyrir Pútín er það kannski ekki eins mikil stigmögnun að beita kjarnorkuvopnum eins og við sjáum fyrir okkur,“ sagði Everad og vísaði þar til hugmynda um að Pútín muni beita litlum vígvallakjarnorkusprengjum til að reyna að rjúfa kyrrstöðuna í stríðinu.

Rússnesk stjórnvöld hafa margoft sagt að þau muni ekki beita kjarnorkuvopnum í stríðinu en á móti hefur Pútín margoft minnt á kjarnorkuvopnaeign Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks