fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Nýja Vínbúðin hefur opið lengur vegna Eurovision og kosninga

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. maí 2022 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og sveitarstjórnarkosninganna hefur Nýja Vínbúðin afgreiðslu sína opna til klukkan 23:00 næstkomandi laugardag.

Lengri opnunartími á laugardaginn er hluti af þeirri stefnu Nýju Vínbúðarinnar að sýna sveigjanleika og bregðast við óskum og þörfum viðskiptavina um þjónustu. Viðbúið er að víða verði fagnað þar sem Systur komust áfram í aðalkeppni söngvakeppninnar og kunna einhverjir að þurfa að bregðast við gangi hratt á birgðir í upphafi kosningavöku, eða útlit sé fyrir að fagna verði rækilega. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar:

„Hægt verður að panta kampavín fram eftir fari svo að við vinnum Eurovision keppnina. Okkur finnst það sjálfsögð þjónusta við fólk. Þá vil ég líka hafna ávirðingum forstjóra ÁTVR í ársskýrslu um að ekki sé gætt að því að afhenda ekki öðrum áfengi en fullan aldur hafa til þeirra kaupa. Við fylgjum lögum og reglum og viljum standa vel að okkar þjónustu. Rétt er að árétta að lagaumgjörð ÁTVR á ekki við um netverslanir og skorður sem þeirri verslun eru settar hvað afgreiðslutíma varðar eiga ekki við um okkur.“

Vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar er að finna í Skipholti 27 í Reykjavík, en verslunin býður jafnframt upp á heimsendingu á vörum sínum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekkert er greitt fyrir pantanir yfir 25 þúsund krónum. Þá hafa hraðsendingar á höfuðborgarsvæðinu notið vinsælda, en þá eru vörur sendar innan tveggja stunda.

Upplýsingar um vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar má finna hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“

„Kynlíf er stærsta atriðið í lífi hans“