fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Kaldi veruleikinn er að Kristín Guðrún átti aldrei séns“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. maí 2022 17:21

Kristín Guðrún ásamt syninum sem hún hélt eftir og móður Huldu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni lak út skjal sem benti til þess að hæstiréttur Bandaríkjanna sé við það að fella niður fordæmisgildi tímamótadóms sem kallaður hefur verið Roe v. Wade sem kvað skýrt á um það á sínum tíma að réttur til þungunarrofs væri stjórnarskrárvarinn. Í kjölfar umfjöllunar um málið hefur sprottið upp mikil umræða um rétt fólks til þungunarrofs.

Umræðan hefur einnig náð hingað til lands og er Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, stjórnarkona í Öfgum, ein þeirra sem hefur tekið til máls. Hennar innlegg í umræðuna er harmsaga af blóðömmu hennar, Kristínu Guðrúnu.

„Hann vildi aldrei eiga þetta barn“

Þegar Kristín Guðrún var mjög ung var hún tekin af heimili sínu. „Henni og öllum systkinum hennar er skipt á bæji hér og þar. Svo giftist hún þegar hún er mjög ung og eignast tvíbura – hún er þarna í sambandi með ofbeldismanni. Þegar hún skilur við hann þá gefur hún tvíburana til ættleiðingar,“ segir Hulda í samtali við blaðamann.

„Hún er svo fengin sem vinnukona inn á bæ blóðafa míns, Finnboga. Hann ræður hana í vinnu, það er sagt að þau hafi farið að „stinga saman nefjum“ eða að hann hafi „haldið við hana“ en ég kaupi það bara ekki,“ segir Hulda og bendir á valdamismuninn milli Kristínar og Finnboga. „Hún er ráðin í það að sinna konunni hans sem var veik. Hún var bara venjuleg kona, hún hafði aldrei neitt val.“

Kristín varð ólétt eftir Finnboga og eignaðist dóttur, móður Huldu. „Finnbogi vildi strax að mamma yrði send á vöggustofu, hann vildi aldrei eiga þetta barn,“ segir Hulda. Móðir hennar fór þó aldrei á vöggustofu því amma Huldu og nafna hennar ættleiddi hana. „Tengdarmamma Huldu ömmu, hún hét frú Guðrún Jónasson og var formaður Barnaverndarnefndar. Hún reddaði þessu svona „off the books“ því Hulda amma var búin að bíða eftir barni í sex eða sjö ár.“

„Kristín Guðrún átti aldrei séns“

Einungis 6 mánuðum eftir að móðir Huldu var ættleidd lést Kristín Guðrún vegna utanlegsfósturs. Hún var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést. Hulda vekur athygli á sögu Kristínar Guðrúnar í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni. „Kaldi veruleikinn er að Kristín Guðrún átti aldrei séns. Pillan var ekki komin á markaðinn og þungunarrof voru ekki í lögleg. Þær getnaðarvarnir sem til voru fyrir konur voru ekki öruggar og smokkar, well enn þann dag i dag getur reynst erfitt að fá einstaklinga til að nota þá,“ segir hún í færslunni.

„Enginn af barnsfeðrum Kristínar tók nokkra ábyrgð. Líf þeirra hélt sinn vanagang. Blóðafi minn varð meira að segja varðstjóri í Árbæ og eignaðist stóra fjölskyldu á meðan Kristín Guðrún lá látin undir grænni torfu í ómerktri gröf.“

Slegin yfir fréttunum frá Bandaríkjunum

Fjöldi fólks fer í þungunarrof vegna utanlegsfósturs en það var ekki möguleiki á tíma Kristínar Guðrúnar. „Kristín deyr út af þessu, ég er með blóðsjúkdóm sem ég erfði frá henni – við erum blæðarar. Henni blæddi út bara á örskömmum tíma, það var ekki hægt að bjarga henni,“ segir Hulda í samtali við blaðamann.

Hulda hefur sjálf nýtt sér réttinn til að fara í þungunarrof og fannst henni því erfitt að sjá fréttirnar frá Bandaríkjunum. „Maður er eiginlega bara mjög sleginn yfir þessu. Af því maður lítur á þennan rétt sem sjálfsögð mannréttindi til þess að taka ákvarðanir sem hafa afleiðingar,“ segir hún.

„Eins og í mínu tilfelli þá var það bara nauðsynlegt að fara í þungunarrof, ég hafði ekki efni á því að eiga meira en eitt barn – ég var einstæð móðir þegar ég fór í þungunarrof. Ég ætlaði ekki að enda allslaus og þetta var það besta sem ég gat gert fyrir dóttur mína.“

Gröfin merkt

Hulda segir í samtali við DV að það sem situr mest í henni varðandi sögu Kristínar Guðrúnar er sú staðreynd að gröf hennar hafði verið ómerkt. „Hún hafði verið í ómerktri gröf síðan hún var jörðuð  við hliðina á pabba sínum,“ segir hún.

Árið 2019 var gröf Kristínar Guðrúnar loksins merkt henni, 64 árum eftir að hún lést. „Hvíl í friði,“ stendur nú í fallegum stöfum fyrir neðan nafn hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar