fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti í Flensborgarskóla – „Þið hafið ráðið gerendameðvirka mann­eskju sem skóla­meist­ara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð úlfúð á sér nú stað í Flensborgarskólanum eftir að Erla Sigríður Ragnarsdóttir var skipuð skólameistari í gær. Hún hafði áður gegnt starfinu sem settur skólameistari. Mbl.is greinir frá því að nemendafélag skólans hafi nú sent menntamálaráðuneytinu bréf þar sem skipuninni er mótmælt en áður höfðu kennarar sent ráðuneytinu ályktun þar sem vinnubrögð Erlu voru gagnrýnd.

Bak við bréf nemendafélagsins stendur allt nemendafélag skólans sem og leikhópur nemendasýningarinnar. Mbl.is ræddi við formann nemendaráðs sem sagði marga kennara hafa viðrað óánægju sína við nemendur. Bréfið hafi verið skrifað eftir þrýsting frá nemendum skólans.

Kennarafélag skólans sendi í desember ályktun á menntamálaráðuneytið og lýstu þar áhyggjum af inngripi stjórnenda skólans í námsmat nemenda eftir að það hafi verið birt. Þar með væru stjórnendur að takmarka sjálfstæði og traust til kennara. Eins höfðu kennarar áhyggjur af inngripi og breytingum skólastjóra á ýmsum verkefnum þar sem gripið var fyrir hendur kennara.

Í bréfi nemenda sem nú hefur verið sent segir:

„Við nemendur Flensborgar (og kennarar) erum ótrúlega ósátt við að þið hafið ráðið gerendameðvirka manneskju sem skólameistara. Kennurum og nemendum líður almennt illa í Flensborg útaf Erlu“

Rakið er í bréfinu að Erla hafi ekkert gert í ofbeldis og eineltismálum í skólanum heldur virðist aðeins huga um ímynd skólans út á við.

Leikstjórar og þjálfarar Gettu Betur og MORFÍS liða skólans neiti að starfa fyrir nemendafélagið á meðan Erla er skólastjóri þar sem hún styðji ekki við félagslíf nemenda heldur þvert á móti geri þeim erfitt fyrir.

„Hún er að rífa félagslífið niður sér til skemmtunar. Fólk þorir ekki að leita til hennar með neitt þar sem hún kennir þér um allt,“ segir í bréfinu.

Skorað er á menntamálaráðuneytið að gera eitthvað málinu svo að nemendum og kennurum geti liðið vel í Flensborgarskóla. Tekið er  fram að til standi að safna saman frásögnum og undirskriftum þar sem ráðningu Erlu sé mótmælt.

Mbl.is greinir frá því að mikil óánægja sé innan skólans með hvernig hafi verið tekið á hóp nemenda sem hafi ítrekað beitt samnemendur líkamlegu ofbeldi. Eins hafi Erla látið nemendur skólans, sem unnu við gerð leikmyndar fyrir sýningu leikfélagsins, sauma tjald sem átti að nota í fermingu hjá vinkonu Erlu. Þetta hafi verið gert í óþökk leikstjóra leikritsins og valdið því að leikmynd skemmdist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum